Skólareglur

  1. Nemendur eiga að vera stundvísir.
  2. Nemendur eiga að ganga vel um skólann. Ef nemandi er staðinn að óviðunandi umgengni eru foreldrar eða forsjáraðilar hans skaðabótaskyldir.
  3. Tilkynna skal forföll með eins góðum fyrirvara og hægt er.
  4. Ef kennari veikist er alltaf reynt að ná sambandi við foreldra. Ef kennari er veikur lengur en eina viku er reynt að útvega forfallakennara.
  5. Ætlast er til að nemendur fari úr skóm og yfirhöfnum í anddyri skólans. Gæta skal þess að skilja ekki eftir verðmæti í yfirhöfnunum.
  6. Nemendur mega ekki vera á kennaragangi, kennarastofunni og bókasafni nema með leyfi og undir eftirliti kennara.
  7. Vilji nemandi koma fram utan skólans er sjálfgefið að hann hafi samráð við kennara sinn.
  8. Foreldrar leggja sjálfir mat á hvort þeir sendi börn sín í skólann eða ekki í slæmu veðri, alveg eins og í grunnskólum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gefur út tilmæli vegna veðurs og röskunar á skólastarfi.