Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er í ýmsu skemmtilegu og hagnýtu samstarfi við aðra tónlistarskóla á landinu.
Valáfangar
Tónlistarskólar Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar eru í samstarfi um valáfanga á framhaldsstigi.
Tónfræðitímar
Nemendur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar geta sótt tónfræðitíma í Tónlistarskóla Kópavogs eða Tónlistarskóla Garðabæjar ef tímasetningar í tónfræðitímunum henta ekki.
Hljómanótt
Hljómanótt er samstarf tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi til að hrista saman rytmadeildir. Þeir tónlistarskólar sem standa að verkefninu eru:
- Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
- Tónlistarskóli Garðabæjar
- Tónskóli Sigursveins
- Tónlistarskóli Kópavogs
- Tónlistarskóli Mosfellsbæjar
- Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
- Tónlistarskólinn Garði