Framhaldsprófstónleikar
Hjördís Ylfa Arnarsdóttir þverflautunemandi
Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó
Fimmtudaginn 22. maí 2025 kl. 19:30 mun Hjördís Ylfa Arnarsdóttir þverflautunemandi halda framhaldsprófstónleika í Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Hásölum. Hjördís Ylfa er nemandi Kristrúnar Helgu Björnsdóttur þverflautukennara og eru þetta lokatónleikar hennar frá skólanum.
Meðleikari á tónleikunum er Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.