Gítarsveitardagurinn var haldinn laugardaginn 4. mars í Víðstaðakirkju og hélt Tónlistarskóli Hafnarfjarðar utan um viðburðinn. Alls voru 80 nemendur frá fimm tónlistarskólum sem léku á gítara og í lok tónleikanna spiluðu allir saman Habanera úr Carmen eftir Bizet undir stjórn skoska gítarleikarans Matthew McAllister. Matthew var einnig gestakennari á masterclass í skólanum og hélt síðan glæsilega einleikstónleika í Hafnarborg á sunnudeginum. Matthew McAllister er talinn einn af mest spennandi og hæfileikaríkustu gítarleikurum Evrópu. Hann hefur hrifið áheyrendur með sér hvert sem hann fer um heiminn með innblásnum túlkunum á ferli sem spannar yfir áratug. Nemendur skólans stóðu sig allir með prýði og óskum við þeim innilega til hamingju. Deila Tísta