Sunnudaginn 10. nóvember stigu yfir 100 börn og ungmenni á stokk í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og fluttu fjölbreytta tónlist frá barokktímanum á fjölskyldutónleikum í félagi við Kammerhópinn ReykjavíkBarokk.

Tónleikarnir eru sannkallað ferðalag um hljóðheim barokksins þar sem áheyrendur fengu að heyra í mörgum spennandi hljóðfærum. Þau sem tóku þátt voru: Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk, Nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Kór Setbergsskóla, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju, Drengjakór Reykjavíkur, Orgelnemendur Tónskóla Þjóðkirkjunnar.

Tónleikarnir hófust á Torginu í Tónlistarskólanum, færðust svo yfir í Hásali og enduðu í Hafnarfjarðarkirkju.