Blásturshljóðfæri
Nám á blásturshljóðfæri skiptist í tvær deildir: tréblásaradeild og málmblásaradeild.

Þverflauta
Í þverflautufjölskyldunni eru 5 misstórar þverflautur: piccoloflauta, c-flauta, altflauta í g, bassaflauta í c og hin risastóra kontrabassaflauta.

Klarínett
Klarínett getur bæði spilað djúpa tóna, með djúpu hljóðfærunum í hljómsveitinni, og hærri og bjartari tóna með flautunum.

Saxófónn
Saxófónninn er vinsæll í djassi og er frábært hljóðfæri fyrir þau sem vilja spreyta sig á ýmsum tónlistarstílum.

Óbó
Óbó hefur þykkan og angurværan tón og er alltaf stillt eftir því í sinfóníuhljómsveitum.

Trompet
Til eru nokkrar gerðir trompeta. Algengastar eru trompet og kornett, en kornettinn er styttri og tónninn örlítið mýkri fyrir vikið.

Horn
Ungir nemendur byrja oftast að spila á es-horn. Þegar góðum tökum á því er náð og líkamlegum burði er oft skipt yfir á franskt horn (um 12 ára).

Baritónhorn
Barítónhornið spilar djúpa tóna en flinkir spilarar geta náð upp á miðtónana.

Básúna
Básúnan hefur mikla breidd á styrkleikasviði sínu og er ómissandi í allar tegundir hljómsveita: blásarasveitir, sinfóníuhljómsveitir og stórsveitir.

Túba
Túba er stórt og fyrirferðarmikið hljóðfæri. Oft hefja nemendur nám á meðfærilegra málmblásturshljóðfæri og skipta síðar yfir á túbuna.
Aldur
Hægt er að hefja nám á blásturshljóðfæri á aldrinum 7 til 8 ára en það er háð stærð nemanda og þroska hvaða hljóðfæri er spilað á.
Samspil
Samspil í blásarasveitum er skylda og skemmtilegur hluti af náminu.
Hljóðfæri
Skólinn leigir út hljóðfæri fyrstu árin en síðan er ætlast til þess að nemandinn eignist sitt eigið blásturshljóðfæri. Nemandi ætti líka að eiga nótnabækur og nótnastand.
Heimanám
Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi. Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Mikilvægt er að nemandinn geti æft sig í ró og næði.