Píanó
Píanóið er alltaf vinsælt enda er ekki of erfitt að stíga fyrstu skrefin og ná tökum á grunnatriðum á píanói.

Aldur
Hægt er að byrja hefðbundið nám á píanó frá 7 til 8 ára aldri.
Samspil
Nemendur geta tekið þátt í hljómsveitum og öðrum samleikshópum ef þeir vilja. Það er ekki skylda en æskilegt er að hafa reynslu í samleik meðfram náminu.
Hljóðfæri
Nauðsynlegt er að píanó sé til á heimilinu og mælt er með að eiga stillanlegan píanóstól. Hljómborð gerir ekki sama gagn þar sem ásláttur og tónblær er allt annar. Hægt er að fá ráð hjá kennaranum við kaup á píanói. Sjá nánar ráð til píanókaupenda. Gert er ráð fyrir að nemandi eigi nótnabækur og nótnastand.
Heimanám
Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi. Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Mikilvægt er að nemandinn geti æft sig í ró og næði.