Rytmísk deild

Í rytmadeild er kennt á rafgítar, rafbassa, kontrabassa, píanó og trommur.

Aldur

Algengt er að nemendur hefji nám um 11 til 12 ára aldur en það er þó einstaklingsbundið.

Samspil

Nemendur taka þátt í hljómsveitum og öðrum samleikshópum þegar þeir hafa aldur og þroska til. Þetta er skylda og er skemmtilegur hluti af náminu.

Hljóðfæri

Nemandi þarf að hafa aðgang að slagverki og gert er ráð fyrir að nemandi eigi nótnabækur og nótnastand.

Heimanám

Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi. Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Mikilvægt er að nemandinn geti æft sig í ró og næði.