Slagverksdeild

Nemendur kynnast fjölbreyttri tónlist og ólíkum stílum í trommu- og slagverksnámi. Kennt er á trommusett, hljómborðsslagverk (marimbu og víbrafón) og fjölmörg önnur slagverkshljóðfæri.

Aldur

Vanalega hefja nemendur nám um 9 ára aldur en það er þó einstaklingsbundið.

Samspil

Nemendur taka þátt í hljómsveitum og öðrum samleikshópum þegar þeir hafa aldur og þroska til. Þetta er skylda og er skemmtilegur hluti af náminu.

Hljóðfæri

Nemendur byrja að æfa gripið á gúmmíplatta. Það er ekki nauðsynlegt að eiga trommusett en verður meira áríðandi þegar líður á námið.

Heimanám

Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi. Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Mikilvægt er að nemandinn geti æft sig í ró og næði. Gert er ráð fyrir að nemandi eigi nótnabækur og nótnastand.