Við hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar erum kát að tilkynna að ný vefsíða Tónlistarskólans er komin í loftið! Vefurinn er enn í þróun en til að byrja með verða nýjustu fréttir, tilkynningar og skóladagatalið góða á aðgengilegra formi en áður. Vefurinn er enn í þróun en til að byrja með verða nýjustu fréttir, tilkynningar og skóladagatalið góða á aðgengilegra formi en áður. Við hlökkum til að sjá fljótlega allar upplýsingar um starf skólans og námsgreinar koma inn og vonum að vefurinn muni verða gagnlegur og þægilegur í notkun fyrir nemendur og foreldra. Vefsíðan er gerð samkvæmt Vitanum, hönnunarkerfi sem er leiðarljós í hönnun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Kerfið einfaldar alla hönnunar- og textavinnu starfsfólks og útlitið verður samræmdara og hagkvæmara, hægt er að hlaupa hraðar og notendaupplifun verður betri. Deila Tísta