Námið og próf

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar starfar samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Námið skiptist í þrjá áfanga og lýkur hverjum með áfangaprófi. Áfangarnir fara oft saman við hluta almenna skólakerfisins en það fer einnig eftir námshraða nemenda og hvenær þeir hefja nám.

  • Grunnnám, þar með talið forskóli, hljóðfærafornám og fyrsti hluti Suzukináms. Oft fyrri hluti grunnskóla.
  • Miðnám. Oft seinni hluti grunnskóla.
  • Framhaldsnám. Framhaldsskóli.

Fyrirkomulag prófa

Áfangapróf

Áfangaprófin eru þrjú: grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf. Þau eru metin af prófdómurum á vegum Prófanefndar Tónlistarskóla. Prófin eru samræmd að uppbyggingu og samkvæmt viðmiðum aðalnámskrá tónlistarskóla.

Millipróf

Á milli áfangaprófa eru tekin svokölluð millipróf: G1, G2 og svo framvegis. Þau eru hugsuð til að varða leiðina að áfangaprófum.

Vorpróf

Vorpróf eru árleg próf á vorin. Kennarar skipta með sér að vera prófdómarar. Einkunn er gefin í tölum og umsögnum. Allir nemendur í grunn-, mið- og framhaldsnámi taka vorpróf nema þeir sem taka áfangapróf á sama skólaári.