Tónfræðitímar

Tónfræðitímar byrja í næstu viku. Inn á heimasíðu skólans eru allir tónfræðatímarnir og geta nemendur valið hvaða tímar henta þeim best og mætt í þá tíma. Tónfræðakennararnir skrá síðan nemendur í hópana.

Byrjenda tónfræði heitir Tónfræði 2 og er hugsuð fyrir nemendur í 5 bekk og eldri og hafa verið í tónlistarnámi alla vega í eitt ár. Ef þið eruð í vafa hvort nemandi á að fara í tónfræði er best að ráðfæra sig við hljóðfærakennara nemendans.