Tónlistarnámskeið fyrir börn sem eru 5-18 mánaða hefst 25. janúar  til 8. mars. kl.10:00 (40 mínútur hvert skipti). Námskeiðið er fyrir börn sem eru 5-18 mánaða og eru eldri systkin velkomin.(eitt gjald)

 

Formið á tímunum er alltaf eins, endurtekning er lykilatriði, við förum í hreyfileiki, syngjum lög um líkamann og önnur skemmtileg barnalög og þulur. Notum glimmerflöskur, slæður, allskonar skemmtileg ásláttarhljóðfæri sem örva  tónlistar þroska og síðast en ekki síst skemmtilega tónlist sem bæði foreldrar og barnið munu líka.

 

Kennari er María Gunnarsdóttir tónmenntakennari í Setbergsskóla í Hafnarfirði sem hefur áratuga reynslu í að kenna börnum tónlist. Kennslan fer fram í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar Strandgötu 51. í stofu 6. Námsskeiðsgjald er kr 16.000 fyrir 6 skipti

Skráning fer fram á  hafnarfjörður.is

Nánari upplýsingar [email protected]